22 January, 2012

Hálsmen

Smá sýnishorn af því sem ég hef verið að gera. Kassarnir eru líka heimagerðir.

Kallinn með körfurnar

Alltaf jafn ánægð með þessa frábæru hugmynd. Hafði bara töluvert fyrir því að ná mér í þessa greina og fleiri til. Þessi þjónaði hlutverki sínu vel og stóð vörð fyrir framan húsið hjá mér sumarið 2010. Hugmyndin er komin frá danskri körfugerðarkonu sem setti upp sýningu á körfunum sínum og lét svona gaura halda á körfunum. Draumurinn að gera eitthvað svipað verður að veruleika áður en yfir lýkur.

07 August, 2011

Fuglahús úr Reyni

Ég ákvað að nota góða veðrið í dag og sitja á pallinum og vinna úr Reyniviðnum sem ég fékk hjá prestinum um daginn. Hann var svo elskulegur að láta mig vita af öllum rótarskotunum sem hann var að klippa. Ég hef aldrei unnið úr Reyni áður en hann kom skemmtilega á óvart. Ég er bara nokkuð ánægð með afraksturinn og veit að fuglarnir sem gera sér heimili í þessu húsi verða líka ánægðir. Ég gerði fluglahús í fyrra sem ég skutlaði upp í greinitréið hér fyrir utan og í vor kom hreiður í körfuna en því miður engin egg. Það er ekki gott að vera með kisu og fuglahús í sama garðinum :-(

28 July, 2011

Burkinakarfa


Hér kemur ein töff Burkinakarfa með haldi er eins og lítil taska

27 July, 2011

25 July, 2011