13 December, 2009

Jólaleg karfa


Ákvað að gera eina Burkina körfu úr rauðum tágum sem ég keypti í blómabúð. Varð reyndar öll rauð á puttunum en samt gaman að gera svona jólalega körfu.

09 December, 2009

Nýjasta karfan


Þessa gerði ég í gærkvöldi úr víðigreinum af trjánum í garðinum mínum. Ég er nokkuð ánægð með hana og sómir sér vel undir lauk í eldhúsinu. Ég verð með námskeið heima hjá mér mánudagskvöldið 14. desember og þriðjudagskvöldið 15. desember kl. 20. Ef þú hefur áhuga þá geturðu haft samband við mig í síma 8471359.

05 December, 2009

Víðikörfur


Ég fór út í garð í dag og klippti greinar af Víðirunnanum. Ég gerði tvær körfur úr þessum efnivið sem voru einfaldlega grannir árssprotar. Við gerð karfanna notaði ég mismunandi tækni og fléttaði aðra þeirra að hluta til með Burkina tækni. Sú minni verður flott undir kerti en sú stærri fyrir lauk í eldhúsinu.

01 December, 2009

Burkina

Ég gafst ekki upp fyrr en ég fattaði hvernig maður gerir körfur með Burkina aðferð. Þannig að nú veit ég hvernig maður gerir svoleiðs mér tóksts sem sagt að gera eina, hún er ekki falleg en æfingin skapar meistarann. Ég þarf að ná mér í grennri tágar þær eru bestar í Burkina körfur. Það kemur mynd um leið og mér tekst að gera eina sem er birtingarhæf :-)

30 November, 2009

Périgordkurve

Fékk nýja bók í dag sem ég pantaði mér frá Danmörku, þetta er bók eftir Evu Seinfaden. Svakalega flott og er full af myndum og útskýringum á ákveðinni gerð af körfum. Næstu dagar fara því væntalega að læra þessa aðferð sem kennd er. Reyndi við þetta í kvöld en var ekki alveg að virka hjá mér. Reyni aftur á morgun og hinn og hinn þangað til ég get þetta því þetta eru geggjaðar körfur, hér til hliðar er mynd af Burkinakörfu.

29 November, 2009

Körfugerðarnámskeið


Hefur þú áhuga á að læra að gera körfur og nota til þess efnivið úr náttúrunni, hafðu þá samband við mig með því að senda mér póst á gudrunpet@simnet.is.
Ég get komið í saumaklúbbinn, á kvenfélagsfundinn eða bara hvað sem er allt eftir óskum.

Jólakörfur

Ég gerði svona körfur fyrst í fyrra og nú er ég búin að betrum bæta þær. Þessar körfur eru til að nota allt árið um kring, fer bara eftir því hvað maður setur í þær eða á. Þær koma virkilega vel út með greinum og jólaljósum enþær eru ekki síðri með sumarblómum. Hægt er að panta þær hjá mér ef þú hefur áhuga :-)
Posted by Picasa

Körfugerð í rúm tuttugu ár


Það eru rúm tuttugu ár síðan ég fór á körfugerðarnámskeið hjá Margréti Guðnadóttur og alla tíð síðan hefur körfugerð verið mín uppáhalds handavinna. Ég er búin að gera fjölmargar körfurnar á þessum árum og hef verið að þreifa mig áfram með mismunandi efnivið. Í dag geri ég nær eingöngu körfur úr efniviði sem ég get fengið í náttúrunni, þá hef ég aðeins prófað önnur óhefðbundnari efni eins og reiðhjólaslöngur og fleira skemmtilegt.

28 November, 2009

Körfugerðarkonan

Ég heiti Guðrún Pétursdóttir og starfa sem skólastjóri í Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Mín helsta ástríða í handavinnu er körfugerð sem ég hef stundað í rúm tuttugu ár. Ég er eins og grár köttur um allar sveitir leitandi að heppilegu körfugerðarefni og hefur orðið vel ágengt með það. Ég einbeiti mér að því að nota allra handa efni úr náttúrunni og er byrjuð að rækta minn eigin körfuvíði á smá landskika sem ég fékk að láni.