Ákvað að gera eina Burkina körfu úr rauðum tágum sem ég keypti í blómabúð. Varð reyndar öll rauð á puttunum en samt gaman að gera svona jólalega körfu.
13 December, 2009
Jólaleg karfa
Ákvað að gera eina Burkina körfu úr rauðum tágum sem ég keypti í blómabúð. Varð reyndar öll rauð á puttunum en samt gaman að gera svona jólalega körfu.
09 December, 2009
Nýjasta karfan
Þessa gerði ég í gærkvöldi úr víðigreinum af trjánum í garðinum mínum. Ég er nokkuð ánægð með hana og sómir sér vel undir lauk í eldhúsinu. Ég verð með námskeið heima hjá mér mánudagskvöldið 14. desember og þriðjudagskvöldið 15. desember kl. 20. Ef þú hefur áhuga þá geturðu haft samband við mig í síma 8471359.
05 December, 2009
Víðikörfur
Ég fór út í garð í dag og klippti greinar af Víðirunnanum. Ég gerði tvær körfur úr þessum efnivið sem voru einfaldlega grannir árssprotar. Við gerð karfanna notaði ég mismunandi tækni og fléttaði aðra þeirra að hluta til með Burkina tækni. Sú minni verður flott undir kerti en sú stærri fyrir lauk í eldhúsinu.
01 December, 2009
Burkina
Ég gafst ekki upp fyrr en ég fattaði hvernig maður gerir körfur með Burkina aðferð. Þannig að nú veit ég hvernig maður gerir svoleiðs mér tóksts sem sagt að gera eina, hún er ekki falleg en æfingin skapar meistarann. Ég þarf að ná mér í grennri tágar þær eru bestar í Burkina körfur. Það kemur mynd um leið og mér tekst að gera eina sem er birtingarhæf :-)
Subscribe to:
Posts (Atom)