21 April, 2010
Tvær nýjar
Tvær nýjar á einu bretti bara nokkuð ánægð með það og hlýtur að vera merki um að ég sé að komast vel í gang. Ég hef ákveðið að einbeita mér að tágunum og láta aðra handavinnu lönd og leið að minnsta kosti í bili. Hausinn á mér er reyndar alltaf svo fullur af hugmyndum að stundum fer ég út af sporinu og held þá framhjá tágunum með einhverju öðru handverki. Hins vegar kemst ég alltaf hei aftur og hef hugsað mér að halda mig þar. En hér eru myndir af nýjustu afurðunum. Önnur er unnin úr mismunandi efnivið en hin er Burkina úr mjóum sívölum afbörkuðum tágum. Sú sem er sambland af ýmsu er búin til úr birki, víði og afbörkuðum sívölum tágum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment