07 August, 2011
Fuglahús úr Reyni
Ég ákvað að nota góða veðrið í dag og sitja á pallinum og vinna úr Reyniviðnum sem ég fékk hjá prestinum um daginn. Hann var svo elskulegur að láta mig vita af öllum rótarskotunum sem hann var að klippa. Ég hef aldrei unnið úr Reyni áður en hann kom skemmtilega á óvart. Ég er bara nokkuð ánægð með afraksturinn og veit að fuglarnir sem gera sér heimili í þessu húsi verða líka ánægðir. Ég gerði fluglahús í fyrra sem ég skutlaði upp í greinitréið hér fyrir utan og í vor kom hreiður í körfuna en því miður engin egg. Það er ekki gott að vera með kisu og fuglahús í sama garðinum :-(
02 August, 2011
28 July, 2011
27 July, 2011
25 July, 2011
Garðkörfur
Stór kramarhúskarfa sem búið er að setja fóður í fyrir fulgana.
Fuglafóðurhús sem fuglarnir kunna virkilega vel að meta sérstaklega í rigningu.
Kramarhúskarfa undir blóm.
Önnur eins, flott er það ekki?
Hér fyrir neðan blómagrind í potti sem sést ekki lengur fyrir blóminu.
18 July, 2011
15 July, 2011
Leðurskart
Búin að gera slatta af leðurarmböndum og hálsmenum með fjörusteinum sem ég týndi á syðstu strönd Íslands og boraði gat á þá.
23 January, 2011
Kristallar og Feng Shui
Kristallar og óróar eru mikilivægir í Feng Shui fræðum. Í Feng Shui fræðum eru óróar notaðir í tvennum tilgangi.
Þá má nota bæði til að auka og efla "góð svæði" og eins til að halda niðri "erfiðari" svæðum. Kristallar eru notaðir í sama tilgangi.
Svona bjölluóróar úr sefgrasi með hangandi kristöllum er tilvalinn tækifærisgjöf fyrir þá sem ekkert vantar.
Subscribe to:
Posts (Atom)