07 August, 2011

Fuglahús úr Reyni

Ég ákvað að nota góða veðrið í dag og sitja á pallinum og vinna úr Reyniviðnum sem ég fékk hjá prestinum um daginn. Hann var svo elskulegur að láta mig vita af öllum rótarskotunum sem hann var að klippa. Ég hef aldrei unnið úr Reyni áður en hann kom skemmtilega á óvart. Ég er bara nokkuð ánægð með afraksturinn og veit að fuglarnir sem gera sér heimili í þessu húsi verða líka ánægðir. Ég gerði fluglahús í fyrra sem ég skutlaði upp í greinitréið hér fyrir utan og í vor kom hreiður í körfuna en því miður engin egg. Það er ekki gott að vera með kisu og fuglahús í sama garðinum :-(