27 May, 2010

Alltaf er jafn gaman að gera körfur úr greinum, best finnst mér að nota víðigreinar, þær get ég klippt í garðinum mínum og svo hef ég komist í töluvert af körfuvíði. Ég hef ákveðið að fara út í ræktun á mínum eigin körfuvíði og það veður spennandi þegar kemur að uppskeru á honum. Á miðjum vetri klippir maður alla árssprota og þurrkar þá, sumarið eftir er síðan hægt að nota þá til að vefa úr.
Nú á ég orðið þokkalegar magn af efni til körfugerðar og get því haldið ótrauð áfram. Í vikunni áskotnuðust mér einnig langar rótarrenglur, ég hlakka til þegar ég get farið að vinna úr þeim. Ég er búin að leggja helling að greinum í bleyti í fiskikarið á pallinum, þannig að nú get ég gengið í það þegar ég má vera að.
Nýlega gerði ég nokkrar laukkörfur með burkina aðferð, þær eru komnar á sveitamarkaðinn Kærleikskrásir og kruðerí á Flúðum, það seldust strax tvær slíkar um síðustu helgi. Áðan skveraði ég af  körfum sem hægt er að hengja upp og nota fyrir kerti, lauk eða hvað annað sem manni dettur í hug, þær fara vonandi líka í sölu um þessa helgi.

09 May, 2010

Fleiri Burkinakörfur

Ég er þokkalega sátt með afraksturinn undanfarið búin með sex Burkina körfur. Ég hugsaði þetta sem laukkörfur en svo var ágæt kona sem benti mér á að hægt væri að hafa þær inni á baði undir bómullarskífur. Góð hugmynd, annars má nota þessar körfur eins og hverjum og einum dettur í hug.
Posted by Picasa