30 November, 2009

Périgordkurve

Fékk nýja bók í dag sem ég pantaði mér frá Danmörku, þetta er bók eftir Evu Seinfaden. Svakalega flott og er full af myndum og útskýringum á ákveðinni gerð af körfum. Næstu dagar fara því væntalega að læra þessa aðferð sem kennd er. Reyndi við þetta í kvöld en var ekki alveg að virka hjá mér. Reyni aftur á morgun og hinn og hinn þangað til ég get þetta því þetta eru geggjaðar körfur, hér til hliðar er mynd af Burkinakörfu.

29 November, 2009

Körfugerðarnámskeið


Hefur þú áhuga á að læra að gera körfur og nota til þess efnivið úr náttúrunni, hafðu þá samband við mig með því að senda mér póst á gudrunpet@simnet.is.
Ég get komið í saumaklúbbinn, á kvenfélagsfundinn eða bara hvað sem er allt eftir óskum.

Jólakörfur

Ég gerði svona körfur fyrst í fyrra og nú er ég búin að betrum bæta þær. Þessar körfur eru til að nota allt árið um kring, fer bara eftir því hvað maður setur í þær eða á. Þær koma virkilega vel út með greinum og jólaljósum enþær eru ekki síðri með sumarblómum. Hægt er að panta þær hjá mér ef þú hefur áhuga :-)
Posted by Picasa

Körfugerð í rúm tuttugu ár


Það eru rúm tuttugu ár síðan ég fór á körfugerðarnámskeið hjá Margréti Guðnadóttur og alla tíð síðan hefur körfugerð verið mín uppáhalds handavinna. Ég er búin að gera fjölmargar körfurnar á þessum árum og hef verið að þreifa mig áfram með mismunandi efnivið. Í dag geri ég nær eingöngu körfur úr efniviði sem ég get fengið í náttúrunni, þá hef ég aðeins prófað önnur óhefðbundnari efni eins og reiðhjólaslöngur og fleira skemmtilegt.

28 November, 2009

Körfugerðarkonan

Ég heiti Guðrún Pétursdóttir og starfa sem skólastjóri í Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Mín helsta ástríða í handavinnu er körfugerð sem ég hef stundað í rúm tuttugu ár. Ég er eins og grár köttur um allar sveitir leitandi að heppilegu körfugerðarefni og hefur orðið vel ágengt með það. Ég einbeiti mér að því að nota allra handa efni úr náttúrunni og er byrjuð að rækta minn eigin körfuvíði á smá landskika sem ég fékk að láni.