11 December, 2010

Jóla, jóla

 Hurðarkransinn minn þetta árið, látlaus og fallegur. Ég var nokkuð ánægð með mig fór í myrkrinu og klippti greinar, sem ég hélt að væru rótarrenglur, vafði kransinn á staðnum og sá svo útkomuna almennilega þegar ég kom heim með hann. Bara ein slaufa og bjalla úr grasi hangir í miðjunni.
Jólahjartapoki fylltur með greinum og könglum skreytt með slaufu. Bara nokkuð góð með mig.
Lítil jólabjalla gerð úr sefgrasi, bjalla og perlur hanga í grannri leðurreim. Þetta er tilvalið fyrir þá sem eiga allt. Fleiri útfærslur eru á leiðinni.

1 comment:

  1. Þú gleymdir að láta vita af þessu talenti Guðrún! Þú ert mögnuð kona. Ég er dolfallin yfir Jólahjartapokanum, verð að eignast svona fyrir jólin einhvern tímann.

    ReplyDelete