Allar prjónakonur þurfa að eiga góða prjónakörfu. Þessa körfu gerði fyrir nokkrum árum og hefur hún nýst mér vel undir garn. Ég nota hana líka oft þegar ég er að vinna að ákveðnum verkefnum og hef þá garnhniklana í körfunni, þeir fara þá ekki út um allt. Síðan stingur maður prjónaverkefninu ofaní körfuna með hniklunum til að geyma dótið.
Þessi karfa er gerð úr ljósum tágum og ég var aldrei nógu ánægð með hana. Ég rakst svo á bæs inni í skáp hjá mér og skellti á hana með svampi og útkoman var svona glimrandi fín. Nú stendur hún alltaf á gólfinu hjá mér með hniklum og prjónum sem ég get gripið til hvenær sem mér dettur í hug.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment