29 November, 2009

Körfugerð í rúm tuttugu ár


Það eru rúm tuttugu ár síðan ég fór á körfugerðarnámskeið hjá Margréti Guðnadóttur og alla tíð síðan hefur körfugerð verið mín uppáhalds handavinna. Ég er búin að gera fjölmargar körfurnar á þessum árum og hef verið að þreifa mig áfram með mismunandi efnivið. Í dag geri ég nær eingöngu körfur úr efniviði sem ég get fengið í náttúrunni, þá hef ég aðeins prófað önnur óhefðbundnari efni eins og reiðhjólaslöngur og fleira skemmtilegt.

No comments:

Post a Comment