28 November, 2009

Körfugerðarkonan

Ég heiti Guðrún Pétursdóttir og starfa sem skólastjóri í Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Mín helsta ástríða í handavinnu er körfugerð sem ég hef stundað í rúm tuttugu ár. Ég er eins og grár köttur um allar sveitir leitandi að heppilegu körfugerðarefni og hefur orðið vel ágengt með það. Ég einbeiti mér að því að nota allra handa efni úr náttúrunni og er byrjuð að rækta minn eigin körfuvíði á smá landskika sem ég fékk að láni.

No comments:

Post a Comment