12 December, 2010
11 December, 2010
Rautt, rautt er........
Rautt er jólaliturinn hjá mér í ár. Missti mig alveg og litaði fullt af basti, garni og körfum.
Ég er bara ánægð með þetta, finnst þetta koma vel út.
Jóla, jóla
Hurðarkransinn minn þetta árið, látlaus og fallegur. Ég var nokkuð ánægð með mig fór í myrkrinu og klippti greinar, sem ég hélt að væru rótarrenglur, vafði kransinn á staðnum og sá svo útkomuna almennilega þegar ég kom heim með hann. Bara ein slaufa og bjalla úr grasi hangir í miðjunni.
Jólahjartapoki fylltur með greinum og könglum skreytt með slaufu. Bara nokkuð góð með mig.
Lítil jólabjalla gerð úr sefgrasi, bjalla og perlur hanga í grannri leðurreim. Þetta er tilvalið fyrir þá sem eiga allt. Fleiri útfærslur eru á leiðinni.
Jólahjartapoki fylltur með greinum og könglum skreytt með slaufu. Bara nokkuð góð með mig.
Lítil jólabjalla gerð úr sefgrasi, bjalla og perlur hanga í grannri leðurreim. Þetta er tilvalið fyrir þá sem eiga allt. Fleiri útfærslur eru á leiðinni.
07 June, 2010
Körfuvín frekar en kassavín
Ég er alveg svakalega ánægð með að hafa tekist að gera þessa frábæru körfu. Hægt er að setja pokann með kassavíninu í hana, það er mikið huggulegra heldur en að hafa kassann á borðinu. Nú svo er hægt að nota körfuna á ýmsa aðra vegu t.d. undir blómapott. Karfan er gerð úr körfuvíði og ég stefni á að gera fleiri, ef þú hefur áhuga geturðu haft samband við mig og ég geri eina fyrir sanngjarnt verð.
27 May, 2010
Alltaf er jafn gaman að gera körfur úr greinum, best finnst mér að nota víðigreinar, þær get ég klippt í garðinum mínum og svo hef ég komist í töluvert af körfuvíði. Ég hef ákveðið að fara út í ræktun á mínum eigin körfuvíði og það veður spennandi þegar kemur að uppskeru á honum. Á miðjum vetri klippir maður alla árssprota og þurrkar þá, sumarið eftir er síðan hægt að nota þá til að vefa úr.
Nú á ég orðið þokkalegar magn af efni til körfugerðar og get því haldið ótrauð áfram. Í vikunni áskotnuðust mér einnig langar rótarrenglur, ég hlakka til þegar ég get farið að vinna úr þeim. Ég er búin að leggja helling að greinum í bleyti í fiskikarið á pallinum, þannig að nú get ég gengið í það þegar ég má vera að.
Nýlega gerði ég nokkrar laukkörfur með burkina aðferð, þær eru komnar á sveitamarkaðinn Kærleikskrásir og kruðerí á Flúðum, það seldust strax tvær slíkar um síðustu helgi. Áðan skveraði ég af körfum sem hægt er að hengja upp og nota fyrir kerti, lauk eða hvað annað sem manni dettur í hug, þær fara vonandi líka í sölu um þessa helgi.
Nú á ég orðið þokkalegar magn af efni til körfugerðar og get því haldið ótrauð áfram. Í vikunni áskotnuðust mér einnig langar rótarrenglur, ég hlakka til þegar ég get farið að vinna úr þeim. Ég er búin að leggja helling að greinum í bleyti í fiskikarið á pallinum, þannig að nú get ég gengið í það þegar ég má vera að.
Nýlega gerði ég nokkrar laukkörfur með burkina aðferð, þær eru komnar á sveitamarkaðinn Kærleikskrásir og kruðerí á Flúðum, það seldust strax tvær slíkar um síðustu helgi. Áðan skveraði ég af körfum sem hægt er að hengja upp og nota fyrir kerti, lauk eða hvað annað sem manni dettur í hug, þær fara vonandi líka í sölu um þessa helgi.
09 May, 2010
Fleiri Burkinakörfur
22 April, 2010
Burkina laukkarfa
Morgunverkin geta verið drjúg þessa fínu laukkörfu gerði ég í morgun góð byrjun á sumrinu verð ég að segja. Ég er nokkuð ánægð hvað ég er að ná góðum tökum á gerð burkina karfa.
21 April, 2010
Tvær nýjar
11 April, 2010
GéPé
GéPé verður vörumerki mitt héðan í frá. Nýjasta afurðin mín er pressukönnuvermir úr þæfðri ull skreytt með hekluðum blómum.
31 March, 2010
Burkina karfa fyrir laukinn
Hér kemur þessi fína laukkarfa. Það sem er næst á döfinni er að fara að klippa eitthvað af greinum svo þær verði tilbúnar í sumar til að vefa úr þeim. Ég á ekki orðið neitt af efni svo ekki verður lengur til setunnar boðið ég þarf að setja mig í samband við körfuvíðiseigendur og fá að komast í runnana þeirra :-)
28 March, 2010
22 March, 2010
Fuglahús
16 March, 2010
prjónakarfa
Allar prjónakonur þurfa að eiga góða prjónakörfu. Þessa körfu gerði fyrir nokkrum árum og hefur hún nýst mér vel undir garn. Ég nota hana líka oft þegar ég er að vinna að ákveðnum verkefnum og hef þá garnhniklana í körfunni, þeir fara þá ekki út um allt. Síðan stingur maður prjónaverkefninu ofaní körfuna með hniklunum til að geyma dótið.
Þessi karfa er gerð úr ljósum tágum og ég var aldrei nógu ánægð með hana. Ég rakst svo á bæs inni í skáp hjá mér og skellti á hana með svampi og útkoman var svona glimrandi fín. Nú stendur hún alltaf á gólfinu hjá mér með hniklum og prjónum sem ég get gripið til hvenær sem mér dettur í hug.
Þessi karfa er gerð úr ljósum tágum og ég var aldrei nógu ánægð með hana. Ég rakst svo á bæs inni í skáp hjá mér og skellti á hana með svampi og útkoman var svona glimrandi fín. Nú stendur hún alltaf á gólfinu hjá mér með hniklum og prjónum sem ég get gripið til hvenær sem mér dettur í hug.
08 February, 2010
Of langt síðan
Jæja nú er ég búin að ná mér í meira efni og taka til í körfudótinu mínu. Ég komst að því að ég á meira af efni en ég hélt, þannig að það koma örugglega fleiri körfur. Hér koma tvær Burkina körfur sem ég gerði í gær. Þetta er afrísk tækni við körfugerð og allt að koma ég er að ná tökum á þessu. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur vafist fyrir mér.
Subscribe to:
Posts (Atom)